110% leiðin, framhald

Um daginn skrifaði ég hér færslu um hina svokölluðu 110% leið fjármálafyrirtækja og stjórnvalda. Ágæt athugasemd við þá færslu varð til þess að ég fór að skoða hugsanlega framtíð lausnarþega betur.

 

Ég bið alla sem þetta lesa að taka vara fyrir því að ég er að reyna að áætla, skoða og rýna á mjög viðsjárverðum tímum og því verður að taka niðurstöðum með eðlilegum fyrirvara. Sem dæmi um óvissuna þá er verðbólgusaga okkar íslendinga vægast sagt skrautleg eins og lesa má t.d. hér http://silfuregils.eyjan.is/2010/09/09/hvers-eigum-vid-ad-gjalda/

 

En allt um það...

 

 

Kaupmáttarpæling

 

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands þá hefur kaupmáttur mældur með breytingu á launavísitölu umfram breytingu á neysluverðsvísitölu lækkað um ca 12% mv janúar 2008 til apríl 2011.... Ef ég skil þetta rétt þá er íslensk þýðing á þessari setningu þannig að kaupmáttur hefur lækkað um 12% að teknu tilliti til verðbólgu.

 

En það segir ekki alla söguna, enda borgar fólk hvorki með vísitölu né meðaltali.

 

Ef horft er til heildarlauna þá lítur málið þannig út að vegna minni vinnutíma þá eru flestar stéttir í besta falli að fá svipaða krónutölu í umslaginu og var fyrir hrun. Þetta má sjá í EXCEL-skjali sem hengt er við færsluna, þar kemur fram að heildarlaun iðnaðarmanna hafa lækkað um 3,55% en laun verkafólks hækkað um 0,9%, þetta þíðir í raun að vegna minni vinnu þá standa heildarlaun í besta falli í stað á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 41,5%, skattahækkanir dunið á og afborganir lána hækkað.

 

Að því gefnu að vísitala neysluverðs endurspegli hækkun á rekstrarkostnaði heimila þá má færa rök fyrir því að fólk sem rétt hefur haldið sjó í upphæð greiddra heildarlauna hafi í raun tapað langt í helmingi kaupmáttar síns. Sérstaklega á þetta við um fólk sem fyllir neðri helming launaskalans, því þar vigta nauðsynlegu útgjöldin mest.

 

Allt þetta er að mínu mati nauðsynlegt að hafa í huga þegar horft er til þess í hvaða stöðu það fólk er sem nú er að hefja sýna vegferð umvafið af umræddri 110% leið...ég allavega held að kaupmáttur þurfi að vaxa vel umfram 1,15% á ári til þess að þetta fólk og aðrir þeir sem eru nálægt 100% veðsetningu eigi sér einhverja von um bættan hag og búsæld.

 

Þessi færsla á svo sem ágætt erindi inn í þessa umræðu http://www.svipan.is/?p=25002

 

 

Eignamyndunarpæling...

 

Ein af forsendum þess að eignamyndum verði hjá fólk sem skuldar verðtryggt lungað úr sínu íbúðarhúsnæði er sú að eignaverð hækki umfram verðbólgu. Næstu ár tel ég verulega ólíklegt að svo verði, sérstaklega hér á SV-horninu. Ýmsar ástæður má nefna, t.d. að gríðarlegt magn íbúða er "á lager", verðmyndun er a.m.k. að sumra áliti lituð af því hve lítill markaðurinn er og hve stórir leikendur fjármálastofnanirnar eru á honum og ekki má gleyma að stór hluti þjóðarinnar er rétt svo eða ekki að ná endum saman nú um stundir og því ólíklegt að verð á fasteignum hækki vegna eftirspurnar og eða "verkefnalauss" fjármagns heimilanna.

 

Að framansögðu þá tel ég enn að 110% leiðin sé í raun engin bjargarleið og í besta falli sé hún frestun á vanda skuldugra heimila.

þvinga

 

Og ég tel enn að ein besta lýsingin á framtíð þess fólks sem nú skuldar megnið í húsnæði sínu sé falin í myndinni af manninum í hamsturhjólinu eða þessari sem ég fékk "lánaða" á netinu...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ég tek það skýrt fram að ég er enginn sérfræðingur í ranghölum kaupmáttarpælinga eða hagfræði, því geri ég fyrirvara um villur og bið fólk að virða viljann fyrir verkið....


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar...

Höfundur

Elías Pétursson
Elías Pétursson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband