Er 110%-leiðin einhver lausn?

Undanfarið hef ég verið að skoða lítillega hvort hin svokallaða 110% leið sé einhver alvöru leið út úr þeim vanda sem fjölskyldur í yfirveðsettum húsum standa frammi fyrir...

Ein nálgun við þá skoðun er að setja ímynduð lán inn í reiknivélar á heimasíðum bankanna, ég tók mig til og prófaði þær allar og var útkoman mjög svipuð.

Það sem ég fékk út er lítt fýsilega framtíð "110% fólksins".

Í dæminu sem ég setti upp er miðað við fjölskyldur sem annarsvegar búa í  (A) 20 millj. eign og hins vegar (B) 30 millj. eign og fara þær báðar í hina svonefndu 110% leið með láni til 25 ára.

Hér að neðan er útkoma úr reiknivél Íbúðalánasjóð, hana nota ég vegna þess að þar kom skýrasta niðurstaðan með sundurliðuðum mánaðargreiðslum (sem eru í skjali hér neðst).  

ibls_110prosent_1100424.png

 

Eins og sjá má þá eru heildargreiðslur fyrir annarsvegar lán A 128,1 milljón og lán B 85,4 milljónir...það eitt og sér ætti að vera sjálfstætt rannsóknarefni háskólasamfélagsins.

Að því er kemur fram í útreikningum af vef Íbúðalánasjóðs þá er staðan eftir tíu ár að fjölskyldan sem tók lán A skuldar 28,3 millj og fjölskyldan sem tók lán B skuldar  42,8 millj sem þíðir að eignir þær er standa að baki lánum A og B þurfa að hækka um ríflega 40% í verði svo fjölskyldurnar sem samþykkti umrædda lausn bankanna og stjórnvalda séu á núlli eignalega séð árið 2021, það er þrátt fyrir að umræddar fjölskyldur hafi greitt skilmerkilega af lánunum öll tíu árin á undan.

Í dæminu hér að ofan er miðað er við 5.5% meðalverðbólgu sem er 0,39% undir meðalverðbólgu frá 1981, augljóst er að ef stjórnvöldum tekst að halda verðbólgu lægri þá breytist staðan...en fortíðin er það eina sem við höfum til þess að spá um framtíðina...þar tek ég lægsta kostinn og lækka hann svolítið.

Mín niðurstaða er að 110% leiðin er í besta falli lenging í hengingaról skuldsettra fjölskyldna...en í versta falli er um að ræða form af húsaleigu þar sem "leigjandinn" situr uppi með leigugreiðslur, viðhald og öll gjöld af eign sem hann hefur ekkert tilkall til.

Ætli þessi mynd eigi ekki hvað best við til þess að lýsa "lausninni" sem fellst í 110% leiðinni

_human_hamster_wheel.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ef verðlagið hækkar um 5,5% á ári þá er ekkert ólíklegt að fasteignaverð fylgi því að einhverju leyti.  Eftir 10 ár hefur verðlag hækkað um 70,81% og fasteignaverð því hækkað svipað.

Ef lánið stendur í 20 milljónum í 110% leiðinni þá ætti verðmæti fasteignarinnar að vera 18,18 milljónir.  Ef fasteignaverð hækkar í takt við verðlagið þá verður markaðsverð fasteignarinnar 31,05 milljónir eftir 10 ár.

Ef skuldin stendur í 28,3 milljónum eftir 10 ár þá hefur eigandi fasteignarinnar eignast 2,75 milljónir í íbúðinni og lánið farið úr 110% í 88,7% af verðmæti fasteignarinnar.

Frá 1989 hefur kaupmáttur launa aukist að meðaltali um 1,15% á ári.  Það þýðir að kaupmátturinn gæti aukist um 12,11% á þessum 10 árum.  Greiðslubyrðin, sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, mun því, að öllu jöfnu, lækka líka.

Lítur þetta ekki bara vel út?

Lúðvík Júlíusson, 27.7.2011 kl. 20:54

2 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Þetta lítur nú bara alveg ágætlega út Lúðvík. Reyndar þá virðist eignin í dæminu vera 20 miljónir og því er skuldin þegar farið er í 110% leiðina 22 miljónir. Það gerir það að verkum að hrein eign í íbúðinni ætti að vera aðeins lægri.

Ólafur Guðmundsson, 29.7.2011 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar...

Höfundur

Elías Pétursson
Elías Pétursson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 163

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband